„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Taívan-eyjan er við strendur Dubai, í eyjaklasa sem á að líkja eftir heimskorti, þó það sjáist líklega ekki á þessari mynd. Þess má geta að Íslands-eyja er ekki í klasanum. EPA Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg. Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg.
Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira