Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að krafan sé gerð á grundvelli almannahagsmuna. Eins og fram hefur komið voru fimm fyrst handteknir en fjórum þeirra var sleppt.
Enn er til skoðunar hjá lögreglu hvort árásin tengist hnífstunguárás sem gerð var á Litla-Hrauni á fimmtudag. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu en hlaut alvarlega áverka.
Maðurinn mun því sitja í gæsluvarðhaldi til 25. desember næstkomandi. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.