Í tilkynningu kemur fram að Snjólaug sé með doktorsgráðu í umhverfisverkfræði, frumkvöðull og fyrrverandi sjálfbærnileiðtogi EY á Íslandi.
„Hún býr yfir fjölbreyttri þekkingu á sviði sjálfbærni og umhverfisvísinda. Þar á meðal gerð loftslags- og sjálfbærnistefna og aðgerðaráætlana, markmiðasetningu, innleiðingu og eftirfylgni þvert á svið sjálfbærni þ.m.t. vegna loftslagsbreytinga, mannréttinda, sjálfbærra innkaupa, hringrásarhagkerfis og síðast en ekki síst, náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika.
Snjólaug mun vinna náið með viðskiptavinum Svarma, sem flestir starfa á sviði orkuframleiðslu, orkuflutnings og -dreifingu, framleiðslu drykkja og matvæla sem og rekstraraðila annarra stórra innviða sem oft á tíðum eiga náið og flókið samband við náttúrulegt umhverfi. Hlutverk Snjólaugar hjá Svarma verður að gera fyrirtækjum kleift að aðlaga sig að breyttum kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf, m.a. vegna nýs regluverks Evrópusambandsins um upplýsingagjöf í sjálfbærni, Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD). Þar er kveðið á um að áhrif á líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi verði meðal lykilatriða í árlegu fjárhags- og sjálbærniuppgjöri fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.