Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun