Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun