Thelma best allra í Norður-Evrópu á tvíslá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 16:01 Thelma Aðalsteinsdóttir með gullverðlaun sín á verðlaunapallinum. @icelandic_gymnastics Thelma Aðalsteinsdóttir varð um helgina krýnd Norður-Evrópumeistari á tvíslá á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig. Fimleikar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sjá meira
Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig.
Fimleikar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sjá meira