Smíða eftirlíkingu af skipi sem lagði grunninn að Íslandsbyggð Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2023 11:41 Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður segir mikilvægt að smíða eftirlíkingu að Knörr. Skip af þeirri gerð hafi lagt grunninn að byggð á Íslandi. aðsend Næsta sumar verður hafin smíði á eftirlíkingu af rúmlega þúsund ára Knerri sem fannst í ágætu ástandi í Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður segir þessa skipagerð grundvöllinn að Íslandsbyggð sem hafi flutt hingað allt frá fólki og búfénaði til fyrstu kirkju landsins. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson. Þýskaland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson.
Þýskaland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira