Þurfti að rýma myndverið í beinni útsendingu Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty Scott Hanson og félagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gærkvöldi í beinni útsendingu þegar að brunabjalla í höfuðstöðvum þáttarins fór í gang. NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023 NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira