Logi lék allan leikinn í byrjunarliði Strömsgodset og var góður rómur gerður að frammistöðu hans sem hann kórónaði með laglegu marki þegar leiktíminn var um það bil að fjara út.
Þremur mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en markið kom þegar leikklukkan sýndi 93:20 og kórónaði Logi þar með leik sinn og gulltryggði Strömsgodset sigurinn. Markið má sjá í klippunni hér að neðan.
Logi Tómasson með utanfótar snuddu í fjærhornið gegn Rosenborg. Alvöru afgreiðsla. Tekur svo sussið í fagninu.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) November 26, 2023
Markið kemur á 1:50 í myndbandinupic.twitter.com/ZWivJWUevg
Bæði Strömsgodset og Rosenborg sigla lygnan sjó um miðja deild, Strömsgodset í 8. sæti með 39 stig og Rosenborg þar fyrir neðan í 9. sæti með 36.