Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Friðleifur E. Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF)
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun