Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Friðleifur E. Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF)
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun