„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 20:00 Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot. Vísir/Arnar Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira