„Konan mín þarf ekki að vinna“ Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:00 Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun