„Fólk er bara sjúkt í stress!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:00 Kristín átti ekki von á því að eftirspurn eftir miðum á sýninguna yrði svo mikil eins og raun ber vitni. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum. „Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“ Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“
Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira