„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24