Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 12:07 Sverrir fór fram á að Birgir drægi orð sín til baka en Birgir heldur ekki, segir ummæli Sverris ekki verðskulda andsvör. vísir/vilhelm Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira