„Það er fátt betra og hátíðlegra en heitt súkkulaði um jólin! Þetta er heitt súkkulaði sem er fullkomið þegar það á að gera vel við sig og sína um hátíðarnar. Kanill, bismark, möndlur, salt karamella og besta suðusúkkulaði, allt saman í einum bolla,“ skrifar Elenora við færsluna.

Heitt súkkulaði:
- 200 gr suðusúkkulaði
- 800 ml mjólk
- 200 ml rjómi
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 tsk kanill
Rjómi:
- Einn peli rjómi
- 2 msk kakó
Til skreytingar:
- Smátt saxaðar möndlur
- Smátt saxað bismark eða jólastafur
- Salt karamella
Aðferð:
- Sjóðið mjólkina og rjómann saman.
- Bætið kanil, salti og sykri saman við og sjóðið.
- Að lokum bætið þið við suðusúkkulaðinu og hrærið þar til allt er bráðnað.
- Þeytið næst rjóma og bætið svo kakóinu varlega saman við.
- Hellið súkkulaðinu í bolla, setjið rjóma ofan á og skreytið með saltri karamellu, jóla brjóstsykri og söxuðum möndlum.