Sjokk að fá þessar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Elín Klara Þorkelsdóttir varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að liðband í ökkla var slitið. Vísir/Sigurjón Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru
Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti