Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 07:09 Fleiri virðast glíma við félagslega einangrun og einmanaleika. Getty Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent