Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. Nefndin fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir stöðuna.
Eins og fram hefur komið urðu skemmdirnar þegar akkeri Hugins VE festist í lögninni síðastliðið föstudagskvöld. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur sagt um alvarlega stöðu að ræða í samtali við fréttastofu.
Eftir að erlendu sérfræðingarnir hafa fengið nokkra daga í viðbót til að mesta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð verður líklega unnt að gefa út formlega hvernig staðan er á lögninni og hver næstu skref verða, að því er segir í tilkynningu nefndarinnar.