Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist vonast eftir góðum fréttum á næstunni. AP/Ariel Schalit Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30