Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 11:47 Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið. Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið.
Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37