Dropinn holar steininn Alexandra Briem skrifar 20. nóvember 2023 17:30 20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Alexandra Briem Málefni trans fólks Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun