Dropinn holar steininn Alexandra Briem skrifar 20. nóvember 2023 17:30 20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Alexandra Briem Málefni trans fólks Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun