31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:44 Fyrirburarnir voru fluttir frá al Shifa og á sjúkrahús Sameinuðu arabísku furstadæmana á Gasa. Þaðan verða þau flutt til Egyptalands. Getty/Anadolu/Abed Rahim Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira