Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 18:46 Lauren Hemp var á skotskónum fyrir Man City. Richard Sellers/Getty Images Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi. Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira