Helena leggur skóna á hilluna Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 13:29 Helena Sverrisdóttir er hætt í körfubolta. Vísir/Vilhelm Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. Helena hefur átt við meiðsli að stríða síðustu misseri en hún var engu að síður valin í íslenska landsliðshópinn sem lék tvo leiki gegn Rúmeníu og Tyrkjum á dögunum. Með þátttöku sinni í leikjunum tveimur varð hún leikjahæsta A-landsliðskona Íslands frá upphafi. Helena er uppalin hjá Haukum en lék einnig sem atvinnumaður í mörg ár í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Hún varð bæði deildar- og bikarmeistari í Slóvakíu. Hún á að baki 81 landsleik fyrir Ísland. Helena hefur tólf sinnum verið kjörin körfuknattleikskona ársins og fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum og bikarmeistaratitlinum jafn oft. Helena segir að hún hafi farið í segulómskoðun á hné á miðvikudag og að hún hafi verið í vandræðum vegna hnémeiðslanna síðustu tvö árin. Hún segir að vandamál vegna brjósks í hnénu geri það að verkum að hún þurfi að hætta körfuknattleiksiðkun. „Ef ég ætla mér að geta skroppið í göngu, hlaupið á eftir börnunum mínum og lifað við ákveðin lífsgæði sem ég tel mikilvæg þá er þetta því miður staðan.“ Eftir langan feril þar sem ég slapp nánast algjörlega við einhver stór meiðsli hafa síðustu 2 ár verið mjög erfið. Þetta hefur verið að gerast hægt og rólega frá fyrstu aðgerð og ég mögulega heppin að þetta kom í ljós núna frekar en að ég myndi hjakkast á þessu í allan vetur og gera enn verr,“ skrifar Helena. Subway-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Helena hefur átt við meiðsli að stríða síðustu misseri en hún var engu að síður valin í íslenska landsliðshópinn sem lék tvo leiki gegn Rúmeníu og Tyrkjum á dögunum. Með þátttöku sinni í leikjunum tveimur varð hún leikjahæsta A-landsliðskona Íslands frá upphafi. Helena er uppalin hjá Haukum en lék einnig sem atvinnumaður í mörg ár í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Hún varð bæði deildar- og bikarmeistari í Slóvakíu. Hún á að baki 81 landsleik fyrir Ísland. Helena hefur tólf sinnum verið kjörin körfuknattleikskona ársins og fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum og bikarmeistaratitlinum jafn oft. Helena segir að hún hafi farið í segulómskoðun á hné á miðvikudag og að hún hafi verið í vandræðum vegna hnémeiðslanna síðustu tvö árin. Hún segir að vandamál vegna brjósks í hnénu geri það að verkum að hún þurfi að hætta körfuknattleiksiðkun. „Ef ég ætla mér að geta skroppið í göngu, hlaupið á eftir börnunum mínum og lifað við ákveðin lífsgæði sem ég tel mikilvæg þá er þetta því miður staðan.“ Eftir langan feril þar sem ég slapp nánast algjörlega við einhver stór meiðsli hafa síðustu 2 ár verið mjög erfið. Þetta hefur verið að gerast hægt og rólega frá fyrstu aðgerð og ég mögulega heppin að þetta kom í ljós núna frekar en að ég myndi hjakkast á þessu í allan vetur og gera enn verr,“ skrifar Helena.
Subway-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira