Lauren James kom meisturunum yfir strax á 11. mínútu eftir undirbúning Sophie Ingle sem varð með leik dagsins leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Hin 32 ára gamla Ingle var að spila sinn 184. leik í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Jessica Carter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Meistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á nýjan leik en Agnes Beever-Jones skoraði eftir undirbúning James á 24. mínútu, staðan 2-1 í hálfleik.
James kom Chelsea tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Sam Kerr. James fullkomnaði svo þrennu sína á 64. mínútu eftir sendingu frá varamanninum Johanna Rytting Kaneryd.
LAUREN JAMES HAT TRICK VS. LIVERPOOL pic.twitter.com/2JC8fckpue
— B/R Football (@brfootball) November 18, 2023
Sjoeke Nüsken bætti fimmta markinu við áður en leiknum lauk og Chelsea vann einkar sannfærandi 5-1 sigur.
Chelsea er á toppi deildarinnar með 19 stig að loknum 7 umferðum. Liverpool er í 5. sæti með 11 stig.