„No, no, no spilling in Iceland“ Þorvaldur Logason skrifar 18. nóvember 2023 15:00 Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Árið 2018 skilaði Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ, inn til Bjarna Benediktssonar illræmdri skýrslu um Hrunið. Skýrslu á enskri tungu sem Bjarni lét skattgreiðendur borga og var greinilega ætluð sem málsvörn elítu Sjálfstæðisflokksins gagnvart ásökunum um ábyrgð á Hruninu. Hrunið var þar sagt afleiðing af alþjóða fjármálahruninu og helst á ábyrgð nokkurra útrásarvíkinga, útlendinga, Breta og ESB. Hannes studdist við vinnu tveggja háskólamanna; Ásgeirs Jónssonar núverandi Seðlabankastjóra og Eiríks Bergmann prófessors við Bifröst. Þeir þrír hafa allir gefið út bækur á ensku sem útskýra Hrunið fyrir útlendingum og ríma ágætlega við nýlega heimildamynd sem sýnd var á RÚV við mikla hneykslan: „The Battle of Iceland“.Það sem einkennir skýringar allra þessara aðila er hvernig rökstuddur grunur um alvarlega pólitíska spillingu er falinn. Orðið spilling er jafnvel vandlega grafið í reyk. Við svo búið má ekki standa. Alvarleg hætt er á að sú afvegaleiðandi mynd sem valdamiklir pólitískir og akademískir aðilar hafa skapað og vilja gefa útlendingum af Hrunsögunni verði ofan á ef ekki er brugðist sterkt við. Hlutur Eiríks Bergmann er þar ansi sérkennilegur. Hann setti fram þá fræðikenningu og gaf út í bók á ensku að skýra mætti „uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar.“ Við getum þakkað fyrir að dýpri og langsóttari verða orsakaskýringar prófessara líklega ekki. Hvernig hefði Búsáhaldabyltingin litið út ef alþýða manna hefði staðið á Austurvelli og hrópað: „Vanhæf þjóðarsál! Vanhæf þjóðarsál! …“ í stað þess að hrópa á vanhæfa pólitíska stjórn? Jafnvel enn undarlegra var framlag Eiríks Bergmann til Icesave sögunnar. Þar virðist þátttaka hans sjálfs í atburðarrásinni flækjast svo illilega fyrir honum að hann virðist hvorki skilja kjarna málsins né geta leiðrétt augljósar rangfærslur. Nýleg bók mín, Eimreiðarelítan – spillingarsaga, er því honum skiljanlega áfall. Icesave var fjársvik! Í bókinni set ég fram einfalda en sláandi staðreynd sem þjóðin hefði átt að vera upplýst um strax eftir útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis 2010 og var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í markaðssvikamáli Landsbankans, árið 2016: Icesave var fjársvik! Þessi staðreynd er fullkomlega og algjörlega óumdeilanleg. Fjárhagsstaða Landsbankans var svo gróflega fölsuð að allir þeir sem lögðu fram fé í bankann voru í reynd fórnarlömb fjársvika. Í bók minni geng ég reyndar lengra í afhjúpun og rökstyð að Icesave hafi einnig verið pólitísk tryggingarsvik (sama gilti um Kaupthing Edge í útibúinu í Þýsklandi). Á þessar staðreyndir virðist Eiríkur meira og minna blindur eins og á spillingarorsakir Hrunsins og áhrif spillingarinnar á viðvarandi efnahagsvandamál Íslands. Í Bergmann útgáfunni af Icesave sögunni er sjálfsmynd Íslendinga í fyrirrúmi. Hann var sjálfur hluti af hinum þjóðernislega Indefence-hópi og hóf þar stórkostlega strámannsherferð undir slagorðinu: „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn.“ Vitandi fullvel að Bretar beittu aldrei neinum lagaákvæðum um hryðjuverk heldur ákvæðum um efnahagsbrot (spillingu) og settu okkur aldrei á neinn lista yfir hryðjuverkaríki heldur á eignafrystingarlista. Þar voru vissulega ríki með það sem Eiríkur myndi líklega kalla þjakaða þjóðarsál en ég kalla spillta stjórnmálaelítu. Spillingin gjörbreytir skrifum sögunnar Sú staðreynd að Icesave var fjársvik á ábyrgð lítillar valdaklíku æðstu valdamanna Íslands gjörbreytir sögunni sem nú þarf að skrifa alveg upp á nýtt. Ég skora á vandaða sagnfræðinga, stjórnmálafræðinga, kvikmyndargerðarmenn og aðra að fara af krafti í það verk. Í bók minni var einungis svigrúm til að veita innsýn inn í málið, hlut þess í Hruninu og skýringarmátt þess fyrir elítuspillinguna í landinu. Taka þarf afstöðu til þess hvort um tryggingarsvik elítunnar hafi verið að ræða og endurskoða allan málstað Íslendinga, Breta, Hollendinga og annarra í Icesave-sögunni út frá því. Á sama hátt þarf að skýra Hrunið fyrir útlendingum út frá pólitískri spillingu. Látum baráttuna um söguna ekki enda með dauða sannleikans. Höfundur er heimspekingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun