Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 13:53 Víðir segir langt í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira