Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. nóvember 2023 10:31 Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagsmál Vinnumarkaður Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun