Auka framlög vegna átakanna um hundrað milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 15:17 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01