Núverandi eigendur eru Ásbjörn Arnarsson og Erla Birgisdóttir. Hjónin hafa búið sér afar fallegt heimili þar sem björt rými, hlýleiki og fagurfræði ræður ríkjum.


Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með möguleika á því fjórða og þrjú baðherbergi.
Fram kemur í auglýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að húsið sé vel skipulagt með allt að þriggja metra lofthæð, gólfsíðum gluggum í alrými. Þaðan er útgengt á upphitaða verönd með steyptum heitum potti og stórbrotnu útsýni.
Alrýmið samanstendur af stórum og björtum stofum. Þaðan er gengið inn í eldhús sem er búið viðarinnréttingu sem nær upp í loft og veglegri eyju með stein á borðum.



