Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:00 Mikill fjöldi fólks hefur flúið bágar aðstæður í Venesúela síðustu ár og komið til Íslands. Á þessu ári hafa í það minnsta rúmlega 1.300 manns komið til landsins frá Venesúela. Vísir/Vilhelm Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20