Þar er hægt að fylgjast með kvöldfréttum Stöðvar 2, horfa á barnaefni og annað afþreyingarefni fyrir alla fjölskylduna.
„Hugur okkar er hjá þeim einstaklingum og fjölskyldum sem hafa þurft að yfirgefa heimilin sín og viljum við því gera okkar til að hjálpa til á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu.
Grindvíkingar geta sótt áskriftina með því að smella hér.
Hægt er að sækja Stöðvar 2 appið á flest öllum snjalltækjum en einnig er hægt að horfa í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2, sjonvarp.stod2.is.
Fjölmargir aðilar hafa boðið fram aðstoð sína til Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum eins og sjá má í samantektinni hér að neðan.
Vísir er í eigu Sýnar sem einnig á Stöð 2.