Innlent

Bjóða Grind­víkingum ó­keypis á­skrift að Stöð 2 og Stöð 2+

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og vonandi geta grindvískar fjölskyldur skemmt sér yfir þáttunum.
Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og vonandi geta grindvískar fjölskyldur skemmt sér yfir þáttunum. Vísir/Gottskálk Daði

Stöð 2 hefur ákveðið að bjóða öllum íbúum með lögheimili í Grindavík mánaðaráskrift að Stöð 2 og streymisveitunni Stöð 2+. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stöðvar 2.

Þar er hægt að fylgjast með kvöldfréttum Stöðvar 2, horfa á barnaefni og annað afþreyingarefni fyrir alla fjölskylduna.

„Hugur okkar er hjá þeim einstaklingum og fjölskyldum sem hafa þurft að yfirgefa heimilin sín og viljum við því gera okkar til að hjálpa til á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu.

Grindvíkingar geta sótt áskriftina með því að smella hér.

Hægt er að sækja Stöðvar 2 appið á flest öllum snjalltækjum en einnig er hægt að horfa í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2, sjonvarp.stod2.is.

Fjölmargir aðilar hafa boðið fram aðstoð sína til Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum eins og sjá má í samantektinni hér að neðan.

Vísir er í eigu Sýnar sem einnig á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum

1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×