Ásmundur segir tilboðið frá bönkunum móðgun við Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 16:25 Ásmundur Friðriksson fordæmdi tilboð banka og lánastofnana til handa Grindvíkingum, en þeim hefur verið lofað greiðslustöðvun fasteignalána, algera móðgun. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki er meðal þeirra sem steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins. Hann gerði fasteignalán til Grindvíkinga að umtalsefni. Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira