Þeir sem eiga að læra íslensku Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 „Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Spánn Innflytjendamál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun