Jakob Guðnason, varaformaður hjálparsveitarinnar Tintron í Grímsnesi, ræddi rýminguna við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann okkar á vettvangi.
Hann segir að Grindvíkingar hafi tekið rýmingunni vel og flesti hafi stokkið strax upp í bíla og brunað af stað þegar tilkynning um rýmingu barst.
„Það var mikið af fólki hérna, mikið af Grindvíkingum sem vildu koma að sækja dótið sitt, dálítið kaótískt á köflum. Við vorum að ná tökum á ástandinu en svo kemur þessi rýming og nú verðum við að bíða og sjá. Ég hef engar frekari fréttir en það.“