Aðkoma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir upplýsti á þingi nú rétt í þessu að við gerð frumvarpsins um varnargarð um HS Orku og Bláa lónið hafi ekkert verið rætt við fyrirtækin um aðkomu þeirra. vísir/vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau? Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið. Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Talsverð umræða hefur verið um hver eigi að bera kostnaðinn við varnargarðinn. Eins og Vísir greindi frá var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Arndís Anna spurði þessarar spuringar í óundirbúnum fyrirspurnum. Hún hóf máls sitt á að benda á að í gær hafi verið samþykkt lög þar sem komið hafi verið á nýjum skattstofni til að reisa varnargarð um tvö stöndug fyrirtæki. Annað þeirra, HS Orka, sé gríðarlega mikilvægt fyrir alla innviði, en það breyti því ekki að þessi fyrirtæki eru bæði með töluvert mikinn hagnað í farteskinu. „Var óskað eftir sérstöku framlagi frá þessum stöndugu fyrirtækjum til að mæta þeim kostnaði við varnargarð með einum eða öðrum hætti?“ Umræða um hvort innviðir eigi að vera í opinberri eigu Katrín sagði að frumvarpið hafi verið, eins og gefur að skilja, unnið með töluverðum hraða. „Niðurstaða okkar var að fara í sambærilega leið og með ofanflóðasjóð. Það er að segja: Leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi.“ Katrín sagði það vissulega og vafalaust stöndugt fyrirtæki. „Mér finnst við komin í þá umræðu hvort við viljum að þau slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða. En það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Og þetta einkafyrirtæki er að sjá þessum 30 þúsund íbúum fyrir rafmagni og hita.“ Arndís Anna taldi ljóst að þarna færu stöndug fyrirtæki og hún vildi vita hvort eitthvað hafi verið rætt við þau um að þau kæmu að kostnaði við gerð varnargarða vegna hugsanlegs eldgoss.vísir/vilhelm Katrín sagði tjónið af því, ef þetta fyrirtæki lamast, alveg gríðarlegt. „Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem liggur upp að þessu orkuveri. Og ég vil bara segja það skýrt hér að það er ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. En það liggur þar sem það liggur og ég er auðvitað að vitna í Bláa lónið, og lega varnargarðanna verða auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í.“ Aðgerðin snýst fyrst og síðast um orkuverið Katrín taldi mikilvægt að halda þessu til haga því einhverjir þingmenn hafi rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þann ágæta ferðamannastað. „Auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið. Og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 20 þúsund manns.“ Katrín sagði að þetta hafi ekki komið til umræðu við gerð frumvarpsins. „Ég vil hins vegar segja það að ég legg á það mikla áherslu, og hef gert það í samtölum mínum við Samtök atvinnulífsins í tengslum við afkomu íbúa Grindavíkur, að það er mjög mikilvægt að stöndug fyrirtæki á svæðinu leggi sitt að mörkum til að tryggja afkomu fólks á næstu mánuðum.“ Arndís Anna vildi ítreka í spurningu sinni hvort það hafi farið fram einhverjar viðræður við fyrirtækin en Katrín sagði svo ekki vera. En hafa bæri í huga að kostnaðurinn við varnargarðinn væri „miniamalískur“ í samanburði við það tjón sem þegar væri orðið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Skattar og tollar Bláa lónið Orkumál Jarðhiti Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent