Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 14:34 Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Sunna Ben Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben
Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33