Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 07:26 Látnir og særðir fyrir utan al Shifa eftir eina árás Ísraelshers. AP/Abed Khaled „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira