Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 07:26 Látnir og særðir fyrir utan al Shifa eftir eina árás Ísraelshers. AP/Abed Khaled „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira