Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 18:17 Ekki er víst hvort umfangsmiklar aðgerðir muni bera árangur, þó telur forsætisráðherra mikilvægt að bregðast við. Vísir/Vilhelm „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56