„Ætluðum að buffa þær“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. nóvember 2023 20:53 Jana Falsdóttir spilaði virkilega góða vörn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jana Falsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, var ánægð með frammistöðuna gegn Tyrkjum. Leikurinn endaði með sjö stiga tapi 65-72. „Ég er mjög glöð með frammistöðuna. Mér fannst við glaðar allan tímann og vorum alltaf peppaðar. Við stóðum okkur hrikalega vel í vörninni og ég var með það í hausnum þegar að ég kom inn á að standa mig vel í vörninni,“ sagði Jana Falsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Varnarleikur íslenska liðsins var gríðarlega góður sem setti Tyrkina í vandræði og Jana var ánægð með hörkuna og baráttuna hjá liðinu. „Við komum inn í þennan leik og ætluðum að buffa þær og láta þetta vera erfitt fyrir þær. Við vissum að þær voru með sterkt lið og markmiðið í þessum leik var að vera pirrandi.“ Munurinn á liðunum var aðeins sjö stig og Jana var svekkt með hvernig liðið endaði fyrri hálfleik þar sem gestirnir enduðu á að gera níu stig í röð. „Við vorum frekar óheppnar og dómararnir voru ekki með okkur í þessum leik en maður var ekkert að spá í því. Sigurinn átti að vera í okkar höndum.“ Jana spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og var gríðarlega ánægð með landsliðsverkefnið í heild sinni. „Þetta hefur verið þvílík reynsla og að spila með svona reyndum leikmönnum hefur verið svakalegt. Það er alltaf skemmtilegt að fá að taka þátt í svona verkefni,“ sagði Jana að lokum. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sjá meira
„Ég er mjög glöð með frammistöðuna. Mér fannst við glaðar allan tímann og vorum alltaf peppaðar. Við stóðum okkur hrikalega vel í vörninni og ég var með það í hausnum þegar að ég kom inn á að standa mig vel í vörninni,“ sagði Jana Falsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Varnarleikur íslenska liðsins var gríðarlega góður sem setti Tyrkina í vandræði og Jana var ánægð með hörkuna og baráttuna hjá liðinu. „Við komum inn í þennan leik og ætluðum að buffa þær og láta þetta vera erfitt fyrir þær. Við vissum að þær voru með sterkt lið og markmiðið í þessum leik var að vera pirrandi.“ Munurinn á liðunum var aðeins sjö stig og Jana var svekkt með hvernig liðið endaði fyrri hálfleik þar sem gestirnir enduðu á að gera níu stig í röð. „Við vorum frekar óheppnar og dómararnir voru ekki með okkur í þessum leik en maður var ekkert að spá í því. Sigurinn átti að vera í okkar höndum.“ Jana spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og var gríðarlega ánægð með landsliðsverkefnið í heild sinni. „Þetta hefur verið þvílík reynsla og að spila með svona reyndum leikmönnum hefur verið svakalegt. Það er alltaf skemmtilegt að fá að taka þátt í svona verkefni,“ sagði Jana að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sjá meira