Fyrri leikur liðanna fór fram í gær ytra og lauk með stórsigri heimaliðsins, lokatölur þá 34-19. Það var því á brattann að sækja fyrir ÍBV í dag og snemma leiks ljóst að liðið ætti enga möguleika. Það vantaði fjölda leikmanna í lið ÍBV í verkefninu og það sást því miður, lokatölur í dag 36-23.
Sunna Jónsdóttir og Sara Dröfn Richardsdóttir voru markahæstar í liði ÍBV með fjögur mörk hvor. Í markinu varði Marta Wawrzynkowska átta skot.