„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. nóvember 2023 13:04 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. „Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30
Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36
Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23