Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 21:56 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Ívar Fannar Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira