Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 21:56 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Ívar Fannar Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira