Sport

Dag­skráin í dag: Ice­box, Serie A, Belling­ham-slagurinn og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jobe Bellingham var orðaður við Real Madríd á dögunum en spilar í dag með Sunderland.
Jobe Bellingham var orðaður við Real Madríd á dögunum en spilar í dag með Sunderland. Ben Roberts/Getty Images

Það er fjölbreytt og frambærileg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls er boðið upp á 12 beinar útsendingar.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 20.00 er Icebox á dagskrá. Bein útsending frá fimmta Icebox bardagakvöldinu í hnefaleikum sem haldið er í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 13.50 er leikur Lecce og AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dagskrá.
  • Klukkan 16.50 er leikur Juventus og Cagliari í sömu deild á dagskrá.
  • Klukkan 19.35 er leikur Monza og Torino á dagskrá.
  • Klukkan 23.00 er leikur Orlando Magic og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 19.35 hefst útsending frá leik Básquet Girona og Unicaja í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 18.00 er golfmótið ANNIKA driven by Gainbridge at Pelican á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

  • Klukkan 10.00 er NHL On The Fly á dagskrá.
  • Klukkan 12.25 er komið að Jobe Birmingham-slagnum í ensku B-deildinni. Þar mætast Sunderland - liðið sem Jobe spilar með í dag -  og Birmingham City, uppeldisfélag hans. Wayne Rooney er þjálfari Birmingham.
  • Klukkan 14.55 er leikur Cardiff City og Norwich City í ensku B-deildinni á dagskrá. Forvitnilegt verður að sjá hvort Rúnar Alex Rúnarsson fái tækifæri í markinu hjá Cardiff.
  • Klukkan 18.55 er komið að Grand Slam of Darts en þar keppa margir af bestu pílukösturum heims.
  • Klukkan 00.05 er leikur Tampa Bay Lightning og Carolina Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×