Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 14:08 Leikkonan Ashley Judd hefur lagt áherslu á mikilvægi vandaðrar umfjöllunar í fjölmiðlum þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Getty Images/Shannon Finney Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna. Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna.
Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira