Minnisvarði um Fiskidaginn mikla verði afhjúpaður á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2023 08:37 Frá stórtónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík í ágúst síðastliðnum. Viktor Freyr Sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vill láta reisa minnisvarða um bæjarhátíðina Fiskidaginn mikla sem afhjúpaður yrði á næsta ári. Greint var frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að hátíðin hefði nú verið haldin í síðasta sinn. Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43